Sem bjargi væri létt af brjósti hennar?

Verkin á sýningunni takast á við þrívídd viðfangsefnis sem gæti verið tekið úr náttúrunni. Form skapað úr flötum, hornum og bogum sem eiga sér sinn stað í marglaga tilvistum huga og samfélags. Bjarg, klettur, steinvala og sandkorn í senn. Bjarg, farg, þungi og samfélagsleg pressa á að passa í form, fara ekki út fyrir línur skapaðar af mönnum.

Viðfangsefni verkanna byggir á hugmyndum heimspeki og fagurfræði kenningar um hlutmiðaða verufræði (e. Object Oriented Ontology) sem gengur út á að allt sé hlutur og að ekki sé gerður mikill greinarmunur hugveru og hlutveru. Að munurinn á sköpuðum steini listamannsins, þeim sem ollu örlögum kvenna sem voru grýttar til dauða eða þeirra sem sagðir voru börn í maga Rauðsokka sé ekki sá að einhverjir séu skapaðir úr efni og aðrir ímyndaðir heldur að form þeirra sé mismunandi.

Olía á hör
2022