Nútíma þrælahald, lélegt og óöruggt húsnæði og innflutningur vinnuafls fyrir lág laun. Samfélagsmein sem ítrekað skýst upp á yfirborð samfélagsvitundarinnar, en fellur jafnóðum til botns og myndar setlag á botni samfélagsins. Nýir og gamlir atburðir hræra setinu aftur upp á yfirborðið um stund. En hverfa svo úr daglegri umræðu jafnharðan og næsti atburður fær athygli. Sýningin er einskonar krukka með gruggugu vatni úr samfélagstjörninni áður en gruggið sest, lítil sneið af borgarlandslagi sett í samhengi myndlistar.
Verkin á sýninguni eru silkiprentuð á hör og dansa einhvers staðar á brún prentverks og málverks. Myndmálið vísar í skjótfengin gróða fyrirtækja á kostnað velferðar manneskjanna sem óska þess sama og öll önnur. Að eiga heima og eiga framtíð.
Silkiprent á hör
100 x 70 cm
2020