Hengillinn

Hengillinn er virk eldstöð sem ekki hefur gosið í um 2000 ár. Jarðhitinn í þessu 100 ferkílómetra fjallsvæði er nýttur til þess að rafkvæða heimili á suðvesturhorni Íslands og hita upp ferskvatn til húshitunar og baða. Áhrif mannfólks á svæðið eru umtalsverð og lýsa sér í merkjum í landslaginu svo sem gufustrókum úr borholum, löngum hlykkjóttum vatnsrörum og sárum í gróðri eftir grófa skósóla göngugarpa í litskrúðugum flíkum.
Mannfólk hefur áhrif á náttúruna og náttúran hefur áhrif á mannfólk. Veröldin sem vistkerfi er ein samofin heild ákvarðana, gjörða og atburða. Áhrif mannfólks á náttúruna eru ekki ónáttúruleg heldur náttúrulega áhrif einnar dýrategundar í umhverfi sínu. Ekki er hægt að skilja á milli Hengilssins og orkunnar og mannlífsins.

Hengill is an active volcano that has not eroupted for aproxmatly 2000 years. The 100 square kilometre mountain-areas geothermal energy is harvested to provide electricity to homes in the south west of Iceland and heat water for domestic heating and bathing. The impact of humans has significant effects on the environment and manifest in marks in the landscape such as columns of steam from wells, winding water-pipes and wounds in the vegetation from harsh soles of hikers in colourful coats.
Humans impact nature and nature impacts humans. The world as an ecosystem is a network of decisions, actions and events. The impact of humans on nature is not unnatural but rather the natural impact of one species of animal in their environment.

Hengillinn
Kaka, vír, ljósdíóður, snúrur og rafmagnsofn.
2020