Brákarsund

Brákarsund er sýning sem samanstendur af málverki, bókverki og steini úr fjörunni við Brákarsund í Borgarnesi.
Sýningin fjallar um örnefnið Brákarsund, söguna á bakvið það og hvaða merkingu þeir atburðir hafa á sýn áhorfandans á verkið, landslagið og samfélagslega stöðu Þorgerðar-Brákar, en örlög hennar hafa verið brennd í landslagið og minni þjóðar með örnefninu.
Verkinu er ætlað að vekja upp spurningar um hvaða merkingu atburðir liðinna stunda hafa á sögu lands og þjóðar. Skipta þeir máli þegar við njótum landslagsins eða málverksins. Erum við ríkari af sögunni, skiljum við merkingu hennar eða hvernig hún hefur skilað okkur á stað dagsins í dag? Er stigsmunur eða eðlismunur á kúgun kvenna í fortíðinni og í dag, eða kúgun annarra jaðarsettra hópa? Saga Brákar er saga hverrar kúgaðrar konu sem gekk eða gengur ófrjáls í gegnum lífið og jafnvel endar það af völdum kúgara síns.
Málverkið, bókverkið og steinninn færir okkur veruleika þessara atburða og þvingar okkur til þess að horfast í augu við þá.

Brákarsund
Olía og silkiprent á hör
220 x 300 cm
2018

Tröð
Silkiprent og letterpress á pappír
19 x 27 x 5 cm
2018

Sök
Readymade
2018